Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2015 09:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Aron Einar og landsliðsumræða í útvarpinu í dag
Aron Einar með goðsögninni Bjarna Fel.
Aron Einar með goðsögninni Bjarna Fel.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson verða í gasklefanum í dag og stýra útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Í þættinum verður fjallað ítarlega um landsliðið og verkefnin framundan. Spilað verður nýtt viðtal við Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða en Elvar og Tómas hittu hann á hóteli landsliðsins.

Hitað verður upp fyrir Lettaleikinn og þá verður fjallað um U21-landsliðið sem er taplaust í undankeppni EM. Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu á fimmtudag en hann verður í beinni frá Skotlandi.

Þá verður ekki há því komist að ræða um hinn skrautlega Jurgen Klopp sem tekinn er við stjórnartaumunum hjá Liverpool.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner