Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2015 17:04
Alexander Freyr Tamimi
Gylfi markahæstur Íslendinga í sögu undankeppni EM
Icelandair
Gylfi fagnar sögulegu marki sínu.
Gylfi fagnar sögulegu marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM 2016 þegar hann kom liðinu í 2-0 gegn Lettlandi í leik liðanna á Laugardalsvelli.

Þessi öflugi miðjumaður Swansea skoraði glæsilegt mark þegar hann klobbaði leikmann Lettlands, óð upp völlinn og þrumaði knettinum í nærhornið. Hann er því kominn með sex mörk í níu leikjum í keppninni.

Með markinu varð Gylfi markahæsti leikmaður Íslands í sögu undankeppni Evrópumóts. Hann bætti þarna met Eiðs Smára Guðjohnsen frá því í undankeppni EM 2004, en hann skoraði þá fimm mörk í átta leikjum.

Eiður Smári hefur áður skorað sex mörk í undankeppni, en það gerði hann í undankeppni HM 2006.

Þegar fréttin er skrifuð er staðan 2-0 fyrir Íslandi, en alls hefur liðið nú skorað 17 mörk í undankeppni EM 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner