Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. október 2015 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Hitzfeld: Ég hafnaði Real Madrid
Ottmar Hitzfeld
Ottmar Hitzfeld
Mynd: Getty Images
Ottmar Hitzfeld segist hafa hafnað því tækifæri að taka við Real Madrid eftir að hafa stýrt Borussia Dortmund til sigurs í Meistaradeildinni árið 1997.

Hitzfeld var einn eftirsóttasti stjóri heims eftir magnaðan árangur hjá Dortmund, en ákvað á endanum að hafna öðrum tækifærum og taka þess í stað stöðu íþróttastjóra hjá Dortmund

"Ég hafnaði tækifæri á stjórastarfi hjá Real Madrid eftir að við unnum Meistaradeildina með Dortmund árið 1997," sagði Hitzfeld í samtali við Blick.

"Ég missti aðeins úr svefni yfir þeirri ákvörðun, en á endanum tók ég þá ákvörðun vegna þess að ég hélt að ég yrði rekinn áður en ég fengi tækifæri til að læra spænsku."

Hitzfeld hætti svo hjá Dortmund árið 1998 og tók þá við Bayern Munchen áður en hann tók síðan við Sviss þar sem hann náði ágætis árangri áður en hann hætti alfarið að þjálfa eftir HM í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner