Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. október 2015 16:16
Alexander Freyr Tamimi
Kolbeinn næst markahæstur í sögu landsliðsins
Icelandair
Kolbeinn skorar ansi oft í íslensku treyjunni.
Kolbeinn skorar ansi oft í íslensku treyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson varð fyrir nokkrum mínútum næst markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins, en hann kom strákunum okkar í 1-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM á 5. mínútu leiksins.

Þessi öflugi framherji ber fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar á Laugardalsvelli í dag og fagnaði hann því með marki strax á 5. mínútu leiksins. Hann fylgdi þá eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið.

Kolbeinn er nú kominn með 18 mörk fyrir íslenska landsliðið í 32 leikjum. Hann fór í dag upp fyrir Skagamanninn Ríkharð Jónsson, sem átti markametið áður en Eiður Smári Guðjohnsen tók það af honum.

Ríkharður skoraði 17 mörk á sínum landsliðsferli og nú er Kolbeinn kominn með einu marki meira. Einungis Eiður Smári hefur skorað fleiri mörk, eða 25.
Athugasemdir
banner