Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 10. október 2015 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kom N-Írum á EM: Þagga niður í fólkinu sem hló að mér
Magennis og Sokratis Papastathopoulos í leiknum.
Magennis og Sokratis Papastathopoulos í leiknum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Josh Magennis skoraði annað mark leiksins í 3-1 sigri Norður-Íra á Grikkjum sem kom þjóðinni á EM í fyrsta skipti sögunnar.

Magennis er 25 ára gamall og fyrir sjö árum var hann samningsbundinn Cardiff City, sem markvörður.

Magennis vildi ekki eiga feril sem markvörður og byrjaði því að spila sem sóknarmaður.

„Ég held að það sé kominn tími á að hætta að ræða fortíð mína sem markvörður. Fyrir sjö árum breytti ég um stöðu og byrjaði að spila sem sóknarmaður, ég veit að eitthvað fólk hló að mér og hafði enga trú," sagði Magennis.

„Ég veit að ég get bætt tæknina mína en ég hef gífurlega mikinn sigur- og betrunarvilja og þaggaði vonandi niður í fólki þegar ég skoraði á fimmtudaginn.

„Fólk sagði að ég væri að drepa ferilinn minn og það hló að mér en í stað þess að fara í fýlu þá notaði ég þessi ummæli til að hvetja mig áfram og núna er ég loksins búinn að sanna mig."


Magennis hefur spilað sem sóknarmaður fyrir Grimsby, Aberdeen, St Mirren og er nú á mála hjá Kilmarnock í Skotlandi.

„Mér fannst ég standa mig vel gegn miðvörðum sem spila fyrir Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen. Það er ótrúlegt að ég hafi verið dekkaður af þeim og náð að skora.

„Ég er ekkert að missa mig, ég lít ekki á mig sem stjörnu og mun ekki gorta mig. Ég held mér á jörðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner