lau 10. október 2015 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Platini áfrýjar - UEFA, COMNEBOL og FFF standa með honum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Michel Platini var settur í þriggja mánaða bann frá öllu knattspyrnutengdu af siðanefnd FIFA en er þrátt fyrir það ennþá talinn líklegastur til að taka við forsetaembætti FIFA af Sepp Blatter.

Platini er forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, og er búinn að áfrýja banni siðanefndarinnar.

Platini er ekki fær um að sinna störfum sínum fyrir UEFA vegna bannsins en knattspyrnusambandið styður hann heilshugar í áfrýjunarmálinu og hefur tilkynnt neyðarfund til að fara yfir stöðu mála.

Franska knattspyrnusambandið, FFF, styður einnig við bakið á Platini í málinu samkvæmt talsmanni þess. Það gerir suður-ameríska knattspyrnusambandið, COMNEBOL, einnig og þá segir enska knattspyrnusambandið að það muni standa við bakið á Platini svo lengi sem honum tekst að hreinsa nafn sitt.

Franska knattspyrnusambandið segist búast við því að málið verði afgreitt innan átta daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner