Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 10. október 2015 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Sassuolo og Man Utd fá mestan pening frá styrktaraðilum
Mynd: Getty Images
Það eru 20 lið í ensku úrvalsdeildinni rétt eins og í ítölsku Serie A deildinni en þar er gríðarlegur veltumunur.

Munurinn sést mjög skýrt þegar litið er til styrktaraðila félaganna, þar sem ensku liðin fá um 200 milljónum evra meira fyrir auglýsingar á treyjum sínum heldur en þau ítölsku.

Það kemur mörgum á óvart að Sassuolo, sem komst í efstu deild á Ítalíu í fyrsta skipti fyrir tveimur árum, skilar inn mestum hagnaði af ítölsku liðunum fyrir auglýsingu frá ítalska fyrirtækinu Mapei. Mapei er í eigu Giorgio Squinzi, sem er einnig eigandi Sassuolo.

Til samanburðar væri Sassuolo ásamt Tottenham í sjötta til sjöunda sæti enska styrktaraðilalistans.

Á enska listanum trónir Manchester United á toppnum með 60 milljónir evra frá Chevrolet, Chelsea kemur skammt á eftir með 55 milljónir frá Yokohama og svo er Arsenal með 38 milljónir frá Emirates. Manchester City fær 25 milljónir frá Etihad og Liverpool fær 25 milljónir frá Standard Chartered.

Það spilar stóran þátt að sjö efstudeildarfélög á Ítalíu skila litlum sem engum hagnaði af auglýsingum á búningum sínum, en þau eru Fiorentina, Roma, Lazio, Palermo, Sampdoria, Genoa og Carpi.

Í heildina fá ensk úrvalsdeildarfélög 286.5 milljónir evra fyrir aðalstyrktaraðila sína og fer upphæðin vel yfir 300 milljónir ef talið er aukastyrki. Ítölsk félög fá 91.2 milljónir evra frá aðalstyrktaraðilum.
Athugasemdir
banner
banner
banner