Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. október 2015 18:20
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Letta: Ég öskraði ekki í hálfleik
Icelandair
Pahars á fréttamannafundinum í kvöld.
Pahars á fréttamannafundinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Letta, var ánægður með stig á Laugardalsvelli gegn Íslandi í kvöld.

Ísland var 2-0 yfir í leikhléi en Lettar komu grimmir inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu á 68. mínútu.

„Ég öskraði ekkert. Það var enginn tilgangur í því," sagði Pahars um hálfleiksræðu sína.

„Þetta voru mín mistök í taktík. Ég viðurkenni það. Við ræddum saman og og náðum að leysa þetta vandamál. Þeir lögðu hart að sér og náðu að jafna."

Allt annað var að sjá Letta í síðari hálfleiknum og þeir áttu færi til að ná sigrinum.

„Við hefðum klárlega getað unnið. Við áttum færi en líka ísland. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þeir hefðu getað komist í 3-0. Ég er sáttur með úrslitin."

„Við byrjuðum ótrúlega illa og ég vil hrósa strákunum fyrir að hafa náð jafntefli á útivelli gegn liði sem er komið áfram á EM."

Athugasemdir
banner
banner