Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   lau 10. október 2015 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Upptaka - Árni Vill á línunni: Fá sér skot í morgunmat
Icelandair
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson kom af bekknum og gerði sigurmark íslenska landsliðsins gegn því úkraínska í undankeppni EM U21 árs landsliða.

Íslenska U21 árs landsliðið er með tíu stig eftir fjóra leiki og mætast helstu keppinautar landsliðsins í undanriðlinum, Skotar og Frakkar, í hörkuleik í dag.

Útvarpsþáttur Fótbolta.net er í gangi á X-inu FM 97,7 og setti sig í samband við Árna sem er með landsliðshópnum í Skotlandi þar sem landsliðin mætast á þriðjudaginn.

„Stemningin í Skotlandi er góð, hún er alltaf góð þegar við strákarnir hittumst í þessum landsliðsferðum," sagði Árni í útvarpsviðtalinu sem má hlusta á hér fyrir ofan.

„Úkraína er ekkert ósvipuð kannski Rússlandi og svona, dálítið kalt. Ætli það hafi ekki verið fjögur eða fimmþúsund manns á vellinum og flott stemning hjá þeim. Þeir voru með sína hooligana þarna og menn voru komnir úr að ofan eftir fimm mínútur. Þeir fundu líklega ekki fyrir kuldanum, þeir eru vanir þessu þarna. Þeir fá sér skot í morgunmat og málið er dautt held ég.

„Við vorum kannski smá heppnir að þeir skoruðu ekki. Freddi í markinu hélt okkur gangandi á tímabili. Hann var hrikalega góður og var maður leiksins. Okkar leikur snýst náttúrulega bara um varnarleik, við sinntum því og náðum að skora eitt mark og klára leikinn. Heppni eða ekki, þetta var upplagið í leiknum og það gekk."


Árni talaði um ýmsa aðra hluti í útvarpsviðtalinu þar sem hann kafaði dýpra ofan í lífið með landsliðinu og herbergisfélaganum Krulla gull og meiðslin sem hann er búinn að ganga í gegnum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner