Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   lau 10. október 2015 12:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Aron Einar í hótelspjalli: Erum ekki orðnir frábærir
Icelandair
Aron Einar með fyrirliðabandið.
Aron Einar með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gífurlega mikilvægt að halda sigurhefðinni áfram og klára þessa tvo leiki," segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon fengu sér sæti með Aroni á hótelbarnum á hóteli landsliðsins í gær.

Viðtalið var spilað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Þar segir Aron að íslenska landsliðið geti enn bætt sig.

„Það er í raun bara heiður að vera fyrsta liðið sem nær að komast á lokamót. Menn hafa gert sér grein fyrir því að þetta er stórt en við megum ekki ofpeppast og halda áfram að bæta okkur sem landslið. Við erum ekkert orðnir frábærir þó við séum góðir og með samheldið lið. Það er kannski næsta skref, vonandi sýnum við á lokamótinu í Frakklandi."

Aron er í leikbanni í dag þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli. Í fyrri leiknum gegn Lettum skoraði Aron sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið en hann er kominn með tvö mörk í undankeppninni. Aron hefur leikið 53 A-landsleiki.

„Auðvitað væri maður til í að vera búinn að hjálpa liðinu meira hvað markaskorun vantar en það eru aðrir menn í því. Ég er í þeirri stöðu á vellinum að ég er ekki mikið að fara fram. Eins og í þessum leik gegn Lettum þá átti ég ekkert að vera þarna, ég á ekki að vera framarlega í föstum leikatriðum. Gylfi var tæpur og ég ákvað að leyfa honum að fara út af, ég ákvað að taka þetta í mínar hendur og koma okkur í 2-0," segir Aron kíminn.

„Þetta var fyrsta landsliðsmarkið mitt og það er mér mjög kært. Ég var mjög ánægður með það. Svo fylgdi annað eftir í heimaleiknum gegn Tékkum. Auðvitað vill maður skora meira en ég er klárlega sáttur með mína stöðu í þessu landsliði."

Fyrr á árinu varð Aron faðir þegar hann og unnusta hans eignuðust dreng. Hefur föðurhlutverkið breytt Aroni?

„Ég pæli aðeins meira í hlutunum og ég fæ aðeins meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn... ég veit ekki af hverju. Ég held að það sé bara það að ég vilji extra mikið að hann verði stoltur af manni þegar hann verður orðinn stærri. Þetta er greinilega partur í því að eignast krakka," segir Aron.

Athygli vekur að Aron hefur ekki átt byrjunarliðssæti hjá félagsliði sínu, Cardiff City í ensku Championship-deildinni, á þessu tímabili.

„Þetta er bara spurning hvernig maður tæklar þetta. Ég hef fengið margar spurningar um stöðu mína síðan ég kom heim og ég held að í rauninni séu fjölmiðlar með meiri áhyggjur af þessu en ég sjálfur. Auðvitað er það í hausnum í manni að ég þarf að vera í góðu leikformi og það er ömurlegt að vera ekki að spila. Þetta snýst samt um það hvernig þú kemur út úr því. Ætlarðu að koma sterkari út úr þessu eða leggjast niður og grenja?"

„Ég er alveg tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu þó mér finnist að ég þurfi þess ekki. Ég er tilbúinn í það en ef ekkert breytist þarf maður að líta í kringum sig. Ef maður hefur ekkert spilað þangað til í janúar þá þarf maður að líta í kringum sig. Stærsta mót lífs míns er að koma upp og maður vill vera í góðu leikformi á EM," segir Aron sem skrifaði undir nýjan samning við Cardiff fyrir tímabilið þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum.

„Þegar maður skrifaði undir var manni lofað ýmsu en svo meiddist ég á undirbúningstímabilinu. Það er það versta við þetta, ég gat ekki tekið þátt í þessum æfingaleikjum. Ég er búinn að banka oft á dyrnar hjá honum (knattspyrnustjóranum) og ræða við hann. Ég skrifaði undir nýjan samning þarna því mér leið vel þarna. Þetta er bara partur af þessu."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner