banner
   lau 10. október 2015 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Voege: Blaszczykowski líkar vel við lífið á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Wolfgang Voege, umboðsmaður Jakub Blaszczykowski, segir pólska kantmanninn líka vel við lífið á Ítalíu.

Blaszczykowski var lánaður til Fiorentina í sumar fyrir eina milljón evra og fór beint í byrjunarliðið þar sem hann hefur staðið sig vel.

„Framtíðin veltur á því hvað félögin ákveða sín á milli," sagði Voege við Radio Blu.

„Kuba er bara búinn að vera í Flórens í sex vikur og við höfum því ekki rætt alvarlega um framtíðina enn, þá á margt eftir að koma í ljós."

Blaszczykowski, eða Kuba, er búinn að gera eitt mark í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum fyrir Fiorentina og er búinn að spila báða leiki liðsins í Evrópudeildinni.

„Hann er búinn að koma sér vel fyrir. Honum líst á þjálfarann og borgina, en allt getur gerst. Hann gæti jafnvel farið aftur til Borussia Dortmund.

„Þetta hefur verið frábært fyrir hann að fara til Ítalíu og gengi Fiorentina hefur verið frábært í upphafi móts. Töpin munu þó koma, fyrr eða síðar, og þá fyrst munum við sjá hvað býr í þessu Fiorentina liði.

„Kuba verður án nokkurs vafa í Flórens þar til í júní 2016, svo munum við sjá hvað setur."

Athugasemdir
banner
banner