Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó stoltur af Íslandi: Vonandi mætumst við í Rússlandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög stoltur af íslenska landsliðinu," segir Aron Jóhannsson á Instagram í kvöld.

Aron, sem er uppalinn hjá Fjölni, ákvað á sínum tíma að velja að spila fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og gat því valið á milli.

Hann valdi Bandaríkin þar sem hann taldi betri líkur á því að komast á Heimsmeistaramótið þar. Hann spilaði síðan með Bandaríkjunum í Brasilíu árið 2014. Í gær vann Ísland sér þó inn þáttökurétt á HM í fyrsta sinn. Íslendingar verða með í fjörinu í Rússlandi.

Ekki er víst að Bandaríkjamenn verði með í Rússlandi, en ef þeir vinna Trinidad og Tóbagó í nótt tryggja þeir sér þáttökurétt á mótinu. Ef Bandaríkin tapa er ekki víst að þeir verði með.

„Virkir í athugasemdum" hafa verið duglegir að stríða Aroni í dag en hann segist fyrst og fremst stoltur og ánægður af Íslandi.

„Að spila á HM í Brasilíu var besta augnablik ferils míns hingað til. Það var draumur að fá að taka þar þátt með Bandaríkjunum," skrifar hann áður en hann hrósar Íslandi.

„Þetta er ótrúlegt og stórkostlegt afrek. Margir af vinum mínum spila fyrir íslenska landsliðið og ég er svo glaður og ánægður með afrek þeirra. Þeir eiga það svo sannarlega skilið að vera á HM í Rússlandi. Ef allt gengur vel þá mætumst við þar."

Hér að neðan er færsla Arons.


Athugasemdir
banner
banner
banner