Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. október 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Borgarstjóri ætlar að funda um Laugardalsvöll
Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það er alltaf uppselt á Laugardalsvöll þegar landsliðið spilar.
Það er alltaf uppselt á Laugardalsvöll þegar landsliðið spilar.
Mynd: Anna Þonn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, vill funda með nýrri ríkisstjórn um málefni Laugardalsvallar eftir kosningarnar síðar í þessum mánuði.

Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni. Völlurinn er klárlega orðinn barn síns tíma varðandi ýmsan aðbúnað og þá tekur hann aðeins um 10 þúsund manns í sæti.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, kallaði eftir því um helgina að eitthvað verði gert sem fyrst í málefnum Laugardalsvallar. Dagur segir að málið verði skoðað þegar ný ríkisstjórn tekur við.

„Borgin er búin að ræða þetta við KSÍ og ríkisstjórnina," sagði Dagur í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöldi. „Það er að vísu engin ríkisstjórn núna en ég á von á því að við setjumst niður og um leið og að kemur ríkisstjórn í landið þannig að við getum fundið út úr þessu verkefni og allir geti haft sóma að."

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málefni Laugardalsvallar í viðtali í síðasta mánuði. Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum," sagði Guðni viðtalinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Dag frá því í gær.
Dagur B. Eggerts: Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega
Athugasemdir
banner
banner
banner