Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hraunar yfir Dembele - „Hann á að fara í bann"
Mynd: Getty Images
Frakkinn efnilegi Ousmane Dembele er ekki vinsælasti maðurinn í Dortmund, það er deginum ljósara.

Dembele yfirgaf Dortmund í sumar og fór til Barcelona.

Það er ekki það endilega sem gerir hann óvinsælan, það er hvernig aðdragandinn að félagaskiptum hans til Barcelona var.

Hann neitaði að mæta til æfinga hjá Dortmund og lét sig hverfa. Hann fékk svo ósk sína uppfyllta þegar hann var seldur til Barcelona, en með frammistöðutengdum greiðslum er kaupverðið á honum um 135 milljónir punda, hvorki meira né minna.

Dembele, sem er í augnablikinu meiddur, sér ekki eftir neinu, en Karl-Heinz Riedle, fyrrum leikmaður Dortmund, er ósáttur með hann. Í viðtali við Omnisport lætur hann Dembele heyra það.

„Ég er ekki sáttur með það hvernig hann fór, hvernig hann setti pressu á Dortmund. Þetta er brandari," sagði Riedle.

„Þú átt að fara í bann þegar þú gerir svona."
Athugasemdir
banner