Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. október 2017 15:02
Magnús Már Einarsson
Ekki spilað klukkan 16:00 eða síðar á aðfangadag í Englandi
Liverpool gæti heimsótt Arsenal á Aðfangadag.
Liverpool gæti heimsótt Arsenal á Aðfangadag.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt beiðni samtaka stuðningsmanna á Englandi um að enginn leikur í ensku úrvalsdeildinni hefjist 16:00 eða síðar á aðfangadag.

Enska úrvaldeildin er að skoða að færa valda leiki af laugardeginum 23. desember yfir á sunnudaginn 24. desember og spila á Aðfangadag.

Leikur Arsenal og Liverpool hefur helst verið nefndur í því samhengi. Leikur Manchester United og Leicester gæti einnig farið fram á Aðfangadag sem og leikur West Ham og Newcastle.

Til að stuðningsmenn komist fyrr heim eftir leik þá hefur enska úrvalsdeildin samþykkt að enginn leikur hefjist klukkan 16:00 eða síðar á Aðfangadegi.

Leikdagar í kringum jólin verða tilkynntir síðari hlutann í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner