Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. október 2017 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkar beint á HM í fyrsta sinn frá 2006
Mynd: Getty Images
Frakkland tryggði sér farseðilinn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi með sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Frakkar unnu leikinn í kvöld 2-1, en mörk þeirra skoruðu Antoine Griezmann og Olivier Giroud.

Athygli vekur að þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 þar sem Frakkland kemst á HM án þess að fara í gegnum umspil.

Fyrir HM 2010 í Suður-Afríku vann liðið Írland í umspili, en þeir komust þar áfram á mjög umdeildu sigurmarki þar sem Thierry Henry handlék boltann, mjög svo eftirminnilega. Fyrir HM í Brasilíu, árið 2014, unnu Frakkar síðan Úkraínu í umspili eftir að hafa komið til baka. Þeir töpuðu fyrri leiknum 2-0 en unnu svo 3-0 á heimavelli.

Núna fyrir HM í Rússlandi á næsta ári þurfa þeir hins vegar ekki umspil. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega sóknarlega, og eru til alls líklegir ef þeir ná að komast á flug.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner