Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. október 2017 13:14
Elvar Geir Magnússon
Halldór Kristinn leggur skóna á hilluna
Halldór Kristinn er hættur.
Halldór Kristinn er hættur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 29 ára. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

„Fjölskyldan þarf að vera í forgangi. Hún hefur verið of aftarlega of lengi í forgangsröðinni," segir Halldór sem var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Leikni í Breiðholti á liðnu sumri.

Halldór er uppalinn Leiknismaður og hefur leikið 198 leiki fyrir Leikni í öllum deildum. Hann spilaði fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk árið 2003.

Hann lék einnig með Val og Keflavík í efstu deild en alls var hann tíu tímabil hjá Leikni.

„Þessi listamaður er að ganga inn í sólsetrið eftir glæstan feril. Við Leiknismenn höfum misst marga sterka karaktera á undanförnum árum en eins og segir í laginu: Bjart í Breiðholti," skrifar Magnús Sigurjón Guðmundsson stuðningsmaður Leiknis á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook.

Leiknir hafnaði í fimmta sæti í Inkasso-deildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner