Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 10:50
Magnús Már Einarsson
Hamingjuóskum rignir yfir KSÍ eftir afrek landsliðsins
Icelandair
Ísland er á leið á HM.
Ísland er á leið á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að vakna úr rotinu. Við erum að fara yfir hvað hefur gerst og hvernig við ætlum að vinna úr því," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net.

Ísland tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í gær, eitthvað sem hefur vakið heimsathygli.

KSÍ hefur fengið fjölda hamingjuóska eftir þetta magnaða afrek landsliðsins.

„VIð höfum fengið mikið af hamingjuóskum innanlands sem utan," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Vinir okkar í knattspyrnusamböndunum á Norðurlöndunum hafa til dæmis sent okkur hamingjuóskir."

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur tryggt sér sæti á HM. Danir fara í umspil í næsta mánuði og í kvöld skýrist hvort Svíar fari beint á HM eða endi í umspili. Svíar eru í 2. sæti í A-riðili fyrir leiki kvöldsins og þurfa að vinna Holland og treysta á að Hvíta-Rússland taki stig af Frökkum til að vinna riðilinn.
Athugasemdir
banner
banner