Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. október 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Hávöxnustu og lágvöxnustu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni
Fraser Forster er yfir tveir metrar á hæð.
Fraser Forster er yfir tveir metrar á hæð.
Mynd: Getty Images
Gordon Strachan, landsliðsþjálfari Skota, kvartaði yfir því í vikunni að hafa ekki nægilega hávaxna leikmenn að velja úr.

Af því tilefni ákvað Sky að velja lið leikmanna sem eru hávaxnastir í ensku úrvalsdeildinni.

Þar eru Peter Crouch, framherji Stoke, og Fraser Forster, markvörður Southampton, hávaxnastir eða 201 cm hvor.

Sky valdi einnig draumalið með leikmönnum sem eru lágvaxnir.

Ryan Fraser hjá Bournemouth er lávaxnastur eða 163 cm. Aaron Lennon, kantmaður Everton, er næstur en hann er 165 cm á hæð.

Hér að neðan má sjá þessi lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner