Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. október 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir vill fá vináttuleik gegn Lars á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, heyrði í vini sínum, Lars Lagerback í morgun.

Heimir stýrði Íslandi til sigurs gegn Kosóvó í gær, en eftir sigurinn var það ljóst að Ísland verður á meðal þáttökuþjóða á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Lagerback, sem þjálfaði Ísland með Heimi frá 2011 til 2016, gæti snúið aftur á Laugardalsvöll á næstu mánuðum.

Lars er í dag þjálfari Noregs.

„Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg," sagði Heimir í í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag.

Heimir segir að það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli.

„Það væri dálítið skemmtilegt," sagði Heimir.

Sjá einnig:
Möguleiki að landsliðið spili vináttuleiki í nóvember


Athugasemdir
banner
banner