Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. október 2017 11:47
Elvar Geir Magnússon
„Helvítis! Þeir gerðu það aftur!"
Icelandair
Mynd: Skjáskot - RÚV
Það er ekki leiðinlegt að renna yfir erlenda fjölmiðla eftir afrekið í gær þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að strákarnir okkar eru á leið til Rússlands og „Bláa hafið", stuðningsmenn Íslands, fer með.

„Helvítis! Þeir gerðu það aftur!" var fyrirsögn á forsíðu VG í Noregi en það var meint á góðu nótunum því blaðið sjálft fjallar ítarlega og á jákvæðan hátt um íslenska landsliðið.

„Það fallegasta sem fótbolti býður upp á," segir á íþróttasíðu blaðsins en RÚV rýndi í erlenda fjölmiðla í morgunsárið.

Berlingske í Danmörku veltir því fyrir sér hvernig Ísland geti náð slíkum árangri þegar þjóðin er með svipað marga íbúa og búa í Árósum.

Staðarblaðið í Tromsö býður svo upp á skemmtilega fyrirsögn: „Fyrst talaði tannlæknirinn við stuðningsmenn á barnum. Svo stýrði hann Íslandi á HM."

Þar er vitnað í þá hefð Heimis Hallgrímssonar að ræða við Tólfuna á Ölveri á leikdegi, nokkrum klukkustundum fyrir leiki.
Athugasemdir
banner
banner