Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. október 2017 13:31
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Mjög glaður fyrir hönd Íslands
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, fylgdist að sjálfsögðu með leik Íslands og Kosóvó í gærkvöldi. Lars, sem þjálfaði íslenska landsliðið frá 2011 til 2016, gladdist þegar hann sá HM sætið í höfn.

Lars er í viðtali hjá RÚV þar sem hann talar um leikinn í gærkvöldi.

„Þetta var auðvitað tilfinningaríkt fyrir mig. Þetta rifjaði upp ljúfar minningar frá því í leiknum við Kasakstan þegar við tryggðum okkur inn á EM. Ef við tökum fyrri hálfleikinn í gær, þá spilaði Ísland varfærnislega í leiknum alveg eins og í leiknum á móti Kasakstan, þegar ég hafði þau forréttindi að vera hluti af þessu öllu saman,“ sagði Lagerbäck meðal annars í viðtalinu við RÚV.

Lars var svo beðinn um að lýsa tilfinningum sínum þegar Ísland tryggði sér HM sætið í gærkvöld.

„Ég var auðvitað mjög glaður fyrir þeirra hönd. Ég vann með þessu fólki í næstum fimm ár og ég á svo marga vini þarna. Ég hreifst líka svo af Íslandi sem samfélagi og fólkinu sem býr þar. Sumir af mínum bestu vinum eru tengdir íslenska landsliðinu. Þannig að auðvitað var ég mjög ánægður fyrir hönd Íslands. Sérstaklega samgladdist ég Heimi með að hafa komið liðinu á HM. Að halda áfram að ná góðum árangri, eftir EM ævintýrið í Frakklandi er alls ekki sjálfgefið. Sumum landsliðum gengur oft illa eftir svoleiðis ævintýri. En ég er bæði mjög glaður fyrir hönd Íslands og mjög hrifinn af hvernig til tókst,“ sagði Lars.

Smelltu hér til að horfa á brot úr viðtalinu hjá RÚV
Athugasemdir
banner
banner
banner