þri 10. október 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Leikvellirnir í Rússlandi - Flestir taka í kringum 45 þúsund
Luzhniki leikvangurinn í Moskvu.
Luzhniki leikvangurinn í Moskvu.
Mynd: Getty Images
HM í Rússlandi fer fram á tólf leikvöngum. Luzhniki leikvangurinn í Moskvu er þeirra stærstur en þar verður úrslitaleikurinn sem og annar undanúrslitaleikurinn.

Luzhniki tekur 81 þúsund áhorfendur í sæti. Flestir vellir í keppninni taka í kringum 45 þúsund áhorfendur eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Langar vegalendir eru á milli leikvalla en í riðlakeppninni er spilað á mismunandi völlum. Ísland spilar því leikina þrjá í riðlinum alla á sitthvorum staðnum.

Af leikvöngunum 12 eru einungis tveir endurbættir en 10 nýbyggingar.

Dregið verður í riðla fyrir HM þann 1. desember og þá kemur í ljós hvaða liði Ísland mætir.

Leikvellirnir á HM - Nafn borgar innan sviga
Luzhniki (Moskva) - 81,000 áhorfendur
Krestovsky (Saint Pétursborg) - 68,134 áhorfendur
Fisht Ólympíuleikvangurinn (Sochi) - 47,659 áhorfendur
Volgograd - 45,568 áhorfendur
Kazan - 45,379 áhorfendur
Otkrytiye Arena (Moskva) - 45,360 áhorfendur
Mordovia leikvangurinn (Saransk) - 45,015
Rostov-on-Don (Rostov) - 45,000 áhorfendur
Cosmos Arena (Samara) - 44,918 áhorfendur
Nizhny Novgorod - 44,899 áhorfendur
Kaliningrad leikvangurinn (Kalingrand) - 35,212 áhorfendur
Yekaterinburg - 35,000 áhorfendur

Sjá einnig:
Leikvangarnir á HM eru komnir 150% fram úr áætlun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner