Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Möguleiki að landsliðið spili vináttuleiki í nóvember
Icelandair
HM sætinu fagnað í gær.
HM sætinu fagnað í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mun mögulega leika vináttuleiki í nóvember eftir að HM sætið var tryggt í gær.

Umspil um sæti á HM fer fram dagana 9-14. nóvember en sömu daga er gluggi fyrir vináttulandsleiki.

Ísland þarf ekki að fara í umspil og því hefur opnast möguleiki á að spila vináttuleiki.

„Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða núna. Við erum búin að skoða ýmsa möguleika en við vildum ekki fastnegla eitthvað út af mögulegu umspili. Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu sambandi núna en það er ekkert staðfest af eða á," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Ljóst er að íslenska landsliðið myndi spila vináttuleikina erlendis en ekki er ljóst hvaða þjóðir gætu komið til greina.

„Við þurfum að skoða hvað stendur til boða og hver vilji þjálfarans er. Menn eru líka þreyttir og við þurfum að huga að því," sagði Klara.

Íslenska landsliðið á kost á að leika vináttuleiki í mars á næsta ári sem og í byrjun júní áður en HM í Rússlandi hefst 14. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner