þri 10. október 2017 12:20
Magnús Már Einarsson
Pyry lagði upp jöfnunarmark Finna - Mamman sendi kveðju til Íslands
Mamma Pyry sendi kveðju á Facebook.
Mamma Pyry sendi kveðju á Facebook.
Mynd: Samsett
Pyry Soiri varð þjóðhetja á Ísland á föstudag þegar hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum á útivelli.

1-1 jafntefli í leiknum á föstudag varð til þess að Ísland fór upp fyrir Króatíu og vann I-riðilinn í undankeppni HM. Ef Pyry hefði ekki jafnað þá hefði Ísland endað neðar en Króatía á lakari markatölu.

Pyry var að leika sinn fyrsta landsleik með Finnum á föstudag en í gær lagði hann síðan upp jöfnunarmark fyrir Joel Pohjanaplo í 2-2 jafntefli gegn Tyrkjum.

Eftir leiki gærkvöldsins ákvað Ilina Sory, mamma Pyry, að senda kveðju til Íslendinga. 7500 manns eru í aðdáendaklúbbi Pyry á Facebook en langflestir þeirra eru Íslendingar.

„Mama Pyry Soiri óskar Íslandi til hamingju! Finnar eru stoltir af ykkur," skrifaði Ilina Sory í Facebook hópinn í gær.

Sjá einnig:
Pyry Soiri: Thank you Mr. President! (Viðtal úr útvarpsþætti Fótbolta.net)
Athugasemdir
banner
banner
banner