Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. október 2017 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ray Parlour á leiðinni til Íslands
Mynd: Getty Images
Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, er á leið í heimsókn til Íslands. Frá þessu er sagt á Arsenal.is.

„Það eru ekki margir sem vita það, en sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni er enginn annar en Ray Parlour. En 3 meistaratitlar, 4 FA Cup titlar, 1 deildarbikar, 3 samfélagsskyldir og 1 Evrópubikar standa þó uppúr," segir í frétt sem birtist á vefsíðunni í dag.

Parlour ætlar að hitta aðdáendur á laugardginn. Hann verður í Jóa Útherja klukkan 13:00 að árita búninga og annan varning. Hann verður síðan á Ölver kl. 16:30 og ætlar þar að horfa á leik Arsenal og Watford með öðrum stuðningsmönnum.

Eftir leik gæti jafnvel gefist smá tími í að spjall við Ray.

„Það verður að viðurkennast að þegar Nigel Winterburn kom þá varð maður fyrir lúmskum vonbrigðum með þátttöku félagsmanna en vonandi sjá sér fleiri fært á að hitta Ray," segir enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner