Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robben lék sinn síðasta landsleik í kvöld
Robben skoraði tvö í síðasta landsleiknum.
Robben skoraði tvö í síðasta landsleiknum.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að Arjen Robben sé goðsögn í hollenskum fótbolta. Hann lagði landsliðskóna á hilluna í kvöld eftir að hafa spilað með Hollandi gegn Svíþjóð í undankeppni HM.

Hollendingar þurftu að vinna leikinn 7-0 til þess að eiga möguleika á því að komast á HM. Það tókst ekki alveg hjá þeim.

Þeir unnu 2-0 og skoraði Robben bæði mörkin.

„Þetta er góður tímapunktur til þess að færa ábyrgðina yfir á næstu kynslóð," sagði Robben klökkur eftir leik.

Robben lék sinn fyrsta landsleik fyrir 14 árum og hann hefur spilað 96 landsleiki og skorað 37 mörk. Hann var í liði Hollands sem hlaut silfur á HM árið 2010 og brons á HM árið 2014.

Holland verður eins og áður segir ekki með á HM í Rússlandi.



Athugasemdir
banner
banner