Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 09:35
Magnús Már Einarsson
Rose til Manchester United í janúar?
Powerade
Danny Rose er á flugi í slúðurpakka dagsins.
Danny Rose er á flugi í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Griezmann er orðaður við Barcelona.
Griezmann er orðaður við Barcelona.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ensku slúðurblöðin eru í miklu stuði í dag. Kíkjum á slúðurpakkann.



Manchester United ætlar að reyna að fá Danny Rose (27) frá Tottenham í janúar. (Talksport)

Manchester City vill fá vinstri bakvörðinn Faouzi Ghoulam (26) frá Napoli á þrjár milljónir punda til að fylla skarð Benjamin Mendy sem er frá keppni fram í apríl. (Sun)

Barcelona ætlar að bjóða 89 milljónir punda í Antoine Griezmann (26) hjá Atletico Madrid en það er riftunarverðið í samningi hans. Riftunarverð hans hækkar næsta sumar. (Daily Mirror)

PSG ætlar að reyna að selja Angel Di Maria (29) til Kína í janúar. (Sun)

Arsenal hefur náð samkomulagi við fyrrum kantmanninn Marc Overmars (44) um að verða nýr tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu frá og með næsta tímabili. Overmars er í slíku starfi hjá Ajax í dag. (Daily Express)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var á meðal áhorfenda á landsleik Austurríkis og Serbíu til að horfa á Mijat Gacinovic (22) kantmann Eintracht Frankfurt. (Daily Mirror)

Crystal Palace sendi njósnara sína til að horfa á Cenk Tosun (26), framherja Tyrkja, í 3-0 tapinu gegn Íslandi á föstudag. Tosun komst ekkert áleiðis gegn vörn Íslands í leiknum. (Croydon Advertiser)

Brighton vill fá framherjann Aleksandar Mitrovic (23) frá Newcastle í janúar. (Daily Mirror)

Everton ætlar að reyna að fá framherjann Bas Dost (28) frá Sporting Lisabon en hann hefur skorað 36 mörk í 41 leik í portúagl. (ESPN)

Daley Blind (27), varnarmaður Manchester United, er á óskalista Galatasaray. (Talksport)

Tottenham hafnaði tilboði frá Nice um að fá Harry Winks (21) á láni í sumar. (Daily Mail)

Samir Nasri (30) segist hafa hafnað AC Milan í sumar til að fara til Antalyaspor í Tyrklandi. (Manchester Evening News)

Leeds hefur boðið markverðinum Kamil Miazek samning en hann er án félags. (Daily Express)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, gæti tekið við ítalska landsliðinu á ný eftir að liðið náði ekki að komast beint á HM. Ítalía er á leið í umspil. (Express)
Athugasemdir
banner
banner