Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Sanchez gæti spilað þrjá leiki á hverjum degi
Mynd: Getty Images
Pasquale Marino segir að Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, geti spilað þrjá leiki á hverjum einasta degi.

Marino þjálfaði Sanchez hjá Udinese á sínum tíma.

„Alexis gæti auðveldlega spilað þrjá leiki á hverjum degi," sagði Marino í samtali við IB Times.

„Hann elskar að spila fótbolta. Að setja hann á bekkinn er eins og að taka leikfang af smábarni. Ég hafði miklar áhyggjur þegar hann fór til Barcelona þar sem hann var ekki öruggur með byrjunarliðssæti."

„Ég hafði miklar áhyggjur að hann myndi ekki spila, en hann sannaði sig og fékk að spila."

„Hann gæti skorað meira en 35 mörk í hvaða deild sem er. Ef hann myndi gera það þá væri hann í sömu umræðu og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Aðeins þeir, og kannski Zlatan Ibrahimovic, geta sagst vera betri en Alexis."

Sanchez er í augnablikinu hjá Arsenal, en ekki er víst að hann verði
þar eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við Manhcester City og Paris Saint-Germain ásamt öðrum liðum.
Athugasemdir
banner