Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. október 2017 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Íslands geta farið á HM án vegabréfsáritunar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Búist er við því að fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins muni eyða sumarfríinu í Rússlandi næsta sumar, en þeir sem ætla að fara þangað til að fylgja landsliðinu munu geta gert það án þess að vegabréfsáritun.

Frá þessu er greint á vef utanríkisráðuneytisins.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fundaði í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands, til að ræða undirbúning heimsmeistaramótsins í Rússlandi, en Ísland tryggði sér þáttökurétt á mótinu með því að vinna Kosóvó 2-0 í gærkvöldi.

Á fundinum kom fram að í kringum keppnina munu rússnesk stjórnvöld bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til landsins upp á sérstakt stuðningsmannaskírteini, svokallað „Fan ID“. Það heimilar viðkomandi stuðningsmanni að ferðast til Rússlands án áritunar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og einnig innan þess með sérstökum lestum á milli borga þar sem leikirnir fara fram.

Ekkert beint áætlunarflug er milli landanna en flugfélög eru að kanna samstarf um flug næsta sumar. Utanríkisráðuneytið hefur farið fyrir viðræðum síðustu misseri við rússnesk stjórnvöld um að endurskoða
loftferðasamning ríkjanna til að greiða betur fyrir mögulegum flugsamgöngum milli landanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner