þri 10. október 2017 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru liðin átta sem fara í umspil
Eriksen og félagar berjast í umspilinu.
Eriksen og félagar berjast í umspilinu.
Mynd: Getty Images
Í kvöld lauk riðlakeppni Evrópuhlutans í undankeppni HM.

Ísland er eitt af þeim tíu landsliðum frá Evrópu sem eru komin á HM (þar á meðal eru gestgjafar Rússlands) en fjögur lið eiga eftir að bætast við. Þessi fjögur lið munu komast áfram í gegnum umspil.

Liðin frá Evrópu sem eru komin á HM: Frakkland, Portúgal, Þýskaland, Serbía, Pólland, England, Spánn, Belgía, Ísland og svo Rússland sem eru gestgjafarnir.

Eftir leikina í kvöld var það ljóst að Svíþjóð, Grikkland og Sviss fara í umspilið. Sviss spilaði úrslitaleik við Evrópumeistara Portúgals um farseðil beint til Rússlands, en Portúgal hafði betur 2-1.

Liðin sem fara í umspil: Grikkland, Svíþjóð, Norður-Írland, Írland, Ítalía, Danmörk, Króatía, Sviss.

Slóvakía missir af umspilinu þar sem liðið var með slakastan árangur af þeim liðum sem enduðu í öðru sæti í sínum riðlum.

Það verður dregið í umspilinu á mánudaginn en sigurvegararnir úr leikjunum fjórum tryggja sér eins og áður segir sæti á HM í Rússlandi.

Hér að neðan má sjá hvaða lið gætu mæst í umspilinu. Lið úr styrkleikaflokki 1 mun mæta liði úr styrkleikaflokki 2.

Styrkleikaflokkur 1
Sviss
Ítalía
Danmörk
Króatía

Styrkleikaflokkur 2
Svíþjóð
Norður-Írland
Grikkland
Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner