þri 10. október 2017 12:01
Elvar Geir Magnússon
Tim Cahill batt enda á HM draum Sýrlands
Úr leik Ástralíu og Sýrlands.
Úr leik Ástralíu og Sýrlands.
Mynd: Getty Images
HM draumar hins stríðshrjáða lands Sýrlands eru á enda eftir 2-1 tap í framlengingu gegn Ástralíu í undankeppni HM í dag.

Það var hinn 37 ára Tim Cahill, fyrrum leikmaður Everton, sem sló Sýrland út með því að skora bæði mörkin.

Fyrri viðureign liðanna endaði með 1-1 jafntefli og eftir 90 mínútur var staðan í seinni viðureigninni einnig 1-1. Cahill stýrði fyrirgjöf Robbie Kruse í netið í framlengingu og tryggði Ástralíu áfram.

Ástralía mætir Panama, Hondúras eða Bandaríkjunum í umspili um laust sæti á HM í Rússlandi.

Sýrlendingar geta þó heldur betur borið höfuðið hátt enda enginn sem spáði því að þeir kæmust þetta langt.

Sjá einnig:
Önnur hlið á ævintýri Sýrlendinga


Athugasemdir
banner
banner
banner