Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. október 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Frakkland og Portúgal með í veislunni
Hollensk krísa
Griezmann kom Frökkum á bragðið í kvöld. Hér er hann í leik gegn Íslandi á síðasta Evrópumóti.
Griezmann kom Frökkum á bragðið í kvöld. Hér er hann í leik gegn Íslandi á síðasta Evrópumóti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Holland fer ekki lengra.
Holland fer ekki lengra.
Mynd: Getty Images
Hazard skoraði tvö fyrir Belgíu.
Hazard skoraði tvö fyrir Belgíu.
Mynd: Getty Images
Í kvöld lauk riðlakeppninni í Evrópuhlutanum í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Ísland tryggði sér farseðilinn á mótið með sigri á Kosóvó í gær.

Frakkland og Portúgal slógust í hóp með Íslandi í kvöld, en Belgía fór áfram úr H-riðlinum sem lauk einnig í kvöld.

Portúgal lék hreinan úrslitaleik gegn Sviss um farseðil beint til Rússlands, en Portúgal, sem er ríkjandi Evrópumeistari, reyndist sterkari aðilinn og vann frekar örugglega, 2-0.

Frakkland vann Hvíta-Rússland 2-1 og tryggði sér efsta sætið í A-riðli, en á sama tíma vann Holland 2-0 gegn Svíþjóð. Hollendingar þurftu að vinna 7-0 til að eiga möguleika á því að komast áfram.

Það má segja að krísa sé í Holland en þetta er annað stórmótið í röð sem þeir missa af. Þeir lentu í þriðja sæti á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum, en þeir munu ekki taka þátt á HM í Rússlandi.

„Það er synd að Holland verður ekki með á HM," segir Gary Lineker í textalýsingu hjá BBC í kvöld.

Síðar í kvöld mun birtast hér frétt á Fótbolta.net um hvaða lið eru komin áfram á mótið í Evrópu-undankeppninni og hvaða átta lið fara áfram í umspil. Eitt lið í öðru sæti í sínum riðli missir af umspilinu vegna fárra stiga, en það kemur í hlut Slóvakíu í þessari undankeppni. Slóvakía var í F-riðli og endaði með 18 stig.

A-riðill
Frakkland 2 - 1 Hvíta-Rússland
1-0 Antoine Griezmann ('27 )
2-0 Olivier Giroud ('33 )
2-1 Anton Saroka ('44 )

Lúxemborg 1 - 1 Búlgaría
1-0 Olivier Thill ('3 )
1-1 Ivaylo Chochev ('68 )

Holland 2 - 0 Svíþjóð
1-0 Arjen Robben ('16 , víti)
2-0 Arjen Robben ('40 )

B-riðill
Ungverjaland 1 - 0 Færeyjar
1-0 Daniel Bode ('81 )

Lettland 4 - 0 Andorra
1-0 Davis Ikaunieks ('12 )
2-0 Valerijs Sabala ('19 )
3-0 Valerijs Sabala ('59 )
4-0 Igors Tarasovs ('63 )

Portúgal 2 - 0 Sviss
1-0 Johan Djourou ('41 , sjálfsmark)
2-0 Andre Silva ('57 )

H-riðill
Belgía 4 - 0 Kýpur
1-0 Eden Hazard ('12 )
2-0 Thorgan Hazard ('52 )
3-0 Eden Hazard ('63 , víti)
4-0 Romelu Lukaku ('78 )

Eistland 1 - 2 Bosnía
0-1 Izet Hajrovic ('48 )
1-1 Ilja Antonov ('75 )
1-2 Izet Hajrovic ('84 )

Grikkland 4 - 0 Gíbraltar
1-0 Vassilis Torosidis ('32 )
2-0 Konstantinos Mitroglou ('61 )
3-0 Konstantinos Mitroglou ('63 )
4-0 Giannis Gianniotas ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner