Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Argentína gæti misst af HM
Mynd: Getty Images
Lokaumferð undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM verður spiluð seint í kvöld.

Lionel Messi og félagar í Argentínu eiga í hættu á að missa af farmiða til Rússlands, en fimm lið eru að berjast um þrjú sæti.

Síle og Kólumbía eru með 26 stig, Perú og Argentína eru með 25 og Paragvæ með 24.

Síle á erfiðan útileik við topplið Brasilíu sem er löngu búið að tryggja sig á HM og Kólumbía heimsækir Perú í leik upp á líf og dauða.

Argentína verður að vinna Ekvador á útivelli og Paragvæ þarf sigur gegn botnliði Venesúela.

Leikir kvöldsins:
23:30 Brasilía - Síle
23:30 Ekvador - Argentína
23:30 Paragvæ - Venesúela
23:30 Perú - Kólumbía
23:30 Úrúgvæ - Bólivía
Athugasemdir
banner