Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. október 2017 14:06
Elvar Geir Magnússon
Yfir 2000 lítrar af bjór runnu niður kverkar gesta Ölvers
Icelandair
Alvöru mánudagur í gær!
Alvöru mánudagur í gær!
Mynd: Getty Images
Það er vel hægt að færa rök fyrir því að gærdagurinn hafi verið besti mánudagur í Íslandssögunni.

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi með því að vinna Kosóvó 2-0 á Laugardalsvelli.

Margir Íslendingar tóku sér frí frá vinnu og svo eru það þeir sem mættu í vinnuna en voru óvinnufærir þar sem hugur þeirra var algjörlega við leikinn.

Það var góð mæting á veitingastaðinn Ölver í Glæsibæ en þar hittast stuðningsmenn Íslands og fá sér söngvatn fyrir leiki. Fyrstu gestir voru mættir ansi snemma.

Bjórkútarnir voru fljótir að tæmast og segir Bjarki Þór Magnússon barþjónn á Ölveri að alls hafi rúmlega 2000 lítrar runnið niður kverkar gesta.

„Það var stöðugt flæði á bjórdælunum og ansi líklegt að það sé lágskýjað hjá mörgum í dag. En allir ættu að vera með bros á vör eftir niðurstöðu gærkvöldsins," segir Bjarki.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er vanur því að heimsækja Ölver á leikdegi og halda smá tölu yfir Tólfunni. Það var engin undantekning frá þeirri hefð í gær en Heimir gaf ásamt KSÍ, Ölveri og Vífilfelli 10 kúta af bjór til Tólfunnar í tilefni þess að stuðningsmannasveitin fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir.
Myndband: Stan Collymore slæst í lið með Tólfunni
Athugasemdir
banner
banner