Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   sun 10. nóvember 2013 18:20
Alexander Freyr Tamimi
Einkunnir úr leik United og Arsenal: Özil fær fjóra
Özil þótti arfaslakur í dag.
Özil þótti arfaslakur í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann í dag 1-0 sigur gegn Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Robin van Persie skoraði eina markið snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Wayne Rooney.

Líkt og vanalega tók Goal.com saman einkunnir úr leiknum. Wayne Rooney er maður leiksins með 8 í einkunn, en Van Persie fær 7 ásamt flestum leikmönnum United.

Olivier Giroud var slakastur í leiknum að mati Goal.com og fær hann fjóra í einkunn, líkt og Mesut Özil.

Manchester United
David De Gea – 6
Patrice Evra – 6
Phil Jones – 7
Jonny Evans – 7
Chris Smalling – 6
Nemanja Vidic – 7
Michael Carrick – 7
Antonio Valencia – 7
Wayne Rooney – 8
Robin van Persie – 7
Shinji Kagawa – 5

Varamenn:
Tom Cleverley – 6

Arsenal
Wojciech Szczesny – 7
Bacary Sagna – 6
Thomas Vermaelen – 5
Laurent Koscielny – 7
Kieran Gibbs – 7
Mikel Arteta – 5
Mesut Özil – 4
Aaron Ramsey – 6
Santi Cazorla – 5
Mathieu Flamini – 6
Olivier Giroud – 4

Varamenn:
Jack Wilshere - 7
Athugasemdir
banner
banner