Heimild: Florida State Seminols
Dagný Brynjarsdóttir og félagar í knattspyrnuliði Florida State urðu í gær ACC meistarar annað árið í röð eftir 1-0 sigur gegn Virginia.
Þetta var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðið vann ACC titilinn, sem er meistaratitillinn í háskólaboltanum á austurströnd Bandaríkjanna.
Dagný var valinn besti leikmaður keppninnar, en hún gegndi algeru lykilhlutverki í liðinu og raðaði inn mörkum, þar á meðal í undanúrslitaleiknum gegn Notre Dame.
Þetta var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðið vann ACC titilinn, sem er meistaratitillinn í háskólaboltanum á austurströnd Bandaríkjanna.
Dagný var valinn besti leikmaður keppninnar, en hún gegndi algeru lykilhlutverki í liðinu og raðaði inn mörkum, þar á meðal í undanúrslitaleiknum gegn Notre Dame.
,,Að vinna okkar þriðja titil á fjórum árum er frábært. Liðsandinn er frábær og við vörðumst mjög vel sem lið. Þetta er síðasta árið mitt hérna og það er frábært að yfirgefa skólann sem ACC meistari. Nú förum við að horfa til NCAA keppninnar," sagði Dagný eftir að titillinn var í höfn.
Florida State, þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilar einnig, mun fljótlega spila í úrslitakeppni þar sem fjögur bestu lið landsins mætast.
Athugasemdir