Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Admir Kubat í Þór (Staðfest) - Loftur Páll framlengir
Kubat vildi vera áfram á Íslandi.
Kubat vildi vera áfram á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Varnarmaðurinn sterki Admir Kubat hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þór á Akureyri.

„Penninn er enn á lofti! Bosníski miðvörðurinn Admir Kubat er genginn til liðs við Þór. Er ekki staddur á landinu eins og er en krotaði undir samning í dag. Frábærar fréttir! #deyjafyrirklubbinn," var skrifað á Twitter-síðu Þórsara í dag.

Admir hefur leikið á Íslandi undanfarin ár, frá 2015, og kann hann gífurlega vel við sig hér á landi.

Hann var einn besti leikmaður Þróttar Vogum sem tryggði sér sæti í 2. deild í sumar, en hann var einnig í mögnuðu liði Víkings Ólafsvíkur sem setti stigamet í 1. deild karla árið 2015.

Í fyrra varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd og ákvað að leika í 3. deild í sumar til þess að komast í sitt gamla form.

Gríndavík var nálægt því að krækja í hann í sumarglugganum síðasta en félagaskiptin duttu upp fyrir á síðustu stundu. Grindavík var í baráttu um Evrópusæti þegar þeir reyndu að fá Admir til félagsins.

Admir tekur næsta sumar með Þórsurum, en Akureyrarliðið endaði í sjötta sæti Inkasso-deildarinnar í sumar.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Þórs í dag, föstudag, því varnarmaðurinn Loftur Páll Eiríksson var að skrifa undir eins árs framlenginu á samningi sínum við félagið.

Loftur, sem er 25 ára gamall, hefur spilað þrjú tímabil með Þórsurum í Inkasso-deildinni en hann kom til félagsins frá Tindastól árið 2015.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner