Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 20:58
Elvar Geir Magnússon
Bakslag hjá meiddum Bale - Verður hann aldrei samur?
Bale sem er 28 ára heldur áfram að vera utan vallar vegna meiðsla.
Bale sem er 28 ára heldur áfram að vera utan vallar vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Það verður lengra í endurkomu Gareth Bale eftir meiðsli en hann meiddist á læri aðeins nokkrum dögum eftir að hann mætti aftur til æfinga hjá Real Madrid.

Meiðsli í kálfa hafa haldið Bale frá keppni síðan í september.

Nýjustu meiðsli Bale gætu haldið honum utan vallar í sex vikur.

Real Madrid er í þriðja sæti La Liga, átta stigum á eftir forystusauðunum í Barcelona.

Bale hefur verið meiðslahrjáður og aðeins spilað fimm deildarleiki á tímabilinu. Á síðasta tímabili lék hann aðeins helming leikja Real Madrid í La Liga, vegna meiðsla í kálfa og ökkla.

Bale fór til Real Madrid 2013 frá Tottenham en sífelld meiðslavandræði hans hafa gert það að verkum að virtir breskir íþróttafréttamenn setja spurningamerki við það hvort hann muni aftur ná sömu hæðum og áður.



Athugasemdir
banner
banner
banner