Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buffon: Ítalía fer alltaf á HM
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon segir það ekki koma til greina fyrir ítalska landsliðið að komast ekki til Rússlands næsta sumar.

Ítalir heimsækja Svía í umspilsleik í kvöld og eiga svo heimaleik á mánudaginn.

„Það er skrítið að fara í umspil því það er svo langt síðan við spiluðum umspilsleik," sagði Buffon, sem var í hópnum í síðasta umspilsleik Ítalíu, en hann var gegn Rússlandi fyrir 20 árum.

„Ítalía fer alltaf á HM, það kemur ekki til greina að sleppa því. Ég hef spilað þónokkra leiki við Svíþjóð og hafa keppnisleikirnir ekki farið vel.

„Þetta er lið sem við megum alls ekki vanmeta. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að komast á HM."


Heimsmeistaramótið gæti orðið síðasta stórmót sem Buffon fer á sökum aldurs, en hann verður fertugur í janúar. Buffon er fyriliði ítalska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner