banner
fös 10.nóv 2017 10:00
Hafliđi Breiđfjörđ
Enskir miđlar fjalla um mest lesnu frétt Fótbolta.net frá upphafi
Icelandair
Borgun
Mynd: Fótbolti.net
Slúđurpakki BBC vitnar í Fótbolta.net í dag.
Slúđurpakki BBC vitnar í Fótbolta.net í dag.
Mynd: BBC
Frétt Fótbolta.net af seinheppnum njósnara Manchester United vakti heimsathygli í gćr og fjölmargir vitnuđu í fréttina.

Fréttin er orđin mest lesna frétt Fótbolta.net frá upphafi en í henni er sagt frá njósnara sem Man Utd sendi á vináttulandsleik Íslands og Tékklands í fyrrakvöld. Hann var hinsvegar svo seinheppinn ađ mćta á Laugardalsvöll ţegar leikurinn fór fram í Katar.

The Sun benti á ađ Jose Mourinho knattspyrnustjóri Man Utd hafi veriđ ađ efla njósnarastarfsemi félagsins eftir ađ hann tók viđ liđinu og ţví sé ţetta óheppileg uppákoma.

Metro bendir á ađ njósnarinn sem um rćđir sé líklega Tommy Möller Nielsen en Mourinho réđi ţann 56 ára gamla Dana til starfa í sumar.

Í Deadspin er bent á ađ Nielsen hafi í viđtali nýlega sagt: „Njósnarastarfiđ gengur líka út á ađ sjá ađ ţađ sé ekkert ađ sjá," og meinti ţá ađ útiloka ađ sá leikmađur sem veriđ sé ađ skođa sé nógu góđur. Deadspin gerir grín ađ honum og segir ađ nú geti hann montađ sig af ţví ađ hafa fariđ til Reykjavíkur og séđ ekkert!

Sjáđu fréttina
Fótbolti.net
The Sun
DeadSpin
The Scottish Sun
Metro

Ef fariđ er yfir vinsćlustu fréttir Fótbolta.net frá upphafi ţá náđi ţessi frétt toppsćtinu í gćr. Sú frétt sem óvćnt hafi toppsćtiđ fram ađ ţví var frétt um félagaskipti Cristiano Ronaldo til Man Utd áriđ 2003 en sú frétt fór á mikil flug í sumar og var deilt á samfélagsmiđlum, líklega til ađ villa um fyrir fólki.

Vinsćlustu fréttir Fótbolta.net:
1. Klúđur hjá Man Utd - Sendur á Laugardalsvöll í gćr
2. Cristiano Ronaldo til Man Utd (Stađfest)
3. Topp tíu - Kynţokkafyllstu leikmenn Pepsi-deildar kvenna
4. Kveđja frá Lars Lagerback: Mun fylgjast međ ykkur alla ćvi
5. Einkunnir Íslands gegn Englandi: Fjórir fá 10!
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 08. nóvember 20:40
Ţórđur Már Sigfússon
Ţórđur Már Sigfússon | miđ 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | ţri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | ţri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landsliđ - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Fćreyjar