Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. nóvember 2017 13:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er landsliðsferli Drinkwater lokið?
Mynd: Getty Images
„Danny Drinkwater hefur gert stærstu mistökin á ferli sínum," segir pistlahöfundurinn og fyrrum fótboltamaðurinn, Chris Sutton, í pistli sem hann ritar á vef Daily Mail í dag.

Umrædd mistök hjá Drinkwater sem Sutton skrifar um er sú ákvörðun hans að segja nei við landsliðsþjálfarann Gareth Southgate, þegar Southgate bað hann um að koma inn í hópinn fyrir vináttulandsleikin gegn Þýskalandi og Brasilíu.

Drinkwater ákvað frekar að vera áfram hjá Chelsea og æfa þar í staðinn fyrir að fara í vináttulandsleikina. Southgate vildi fá Drinkwater inn í hópinn þar sem mikil meiðsli herja nú á enska landsliðshópnum.

„Að segja við Glenn Hoddle að ég myndi ekki spila með varaliði Englands árið 1998 var versta ákvörðun sem ég hef tekið. Þegar ég var 24 ára gamall var landsliðsferli mínum lokið," segir Sutton, sem lék með Blackburn, Chelsea, Celtic og fleiri liðum.

Sutton heldur svo áfram og segir að landsliðferli Drinkwater sé nú án ef lokið, hann hafi spilað sinn síðasta landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner