Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 16:41
Magnús Már Einarsson
Evra dæmdur í bann þar til í júní
Evra er á leið í langt frí frá fótbolta.
Evra er á leið í langt frí frá fótbolta.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur úrskurðað Patrice Evra, varnarmann Marseille, í bann frá fótbolta út júní á næsta ári. Evra fékk rauða spjaldið fyrir leik liðsins gegn Vitoria Guimares í Evrópudeildinni í síðustu viku en hann sparkaði í höfuðið á stuðningsmanni Marseille.

Sparkið minnti á karatesparkið sem Eric Cantona tók á stuðningsmann Crystal Palace í leik með Manchester United árið 1995.

Auk þess að vera dæmdur í leikbann þarf hinn 36 ára gamli Evra að greiða 10 þúsund evrur (1,2 milljón króna) í sekt.

Evra hefur verið settur í tímabundið bann hjá Marseille. Hann fær fund með forráðamönnum félagsins til að skýra frá sinni stöðu, en líklegt þykir að hann verði látinn laus undan samningi sínum.

Hér að neðan má sjá myndir og myndband af atvikinu í síðustu viku.





Athugasemdir
banner
banner