Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. nóvember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi baðst afsökunar á mynd með „stuðningsmanni"
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, hefur beðist afsökunar á mynd sem hann tók með fótboltamanninum og landa sínum, Argentínumanninum Sebastian Driussi.

Ástæðan fyrir því að Messi baðst afsökunar er vegna þess að hann kannaðist ekkert við Driussi.

Driussi er leikmaður Zenit St. Pétursborg í Rússlandi og þykir einn efnilegasti fótboltamaður sem Argentína á í augnablikinu. Driussi er 21 árs gamall.

Þegar Driussi setti myndina inn á Instagram komst Messi að því hver hefði verið með á honum á myndinni.

Samkvæmt TyCSports sendi Messi afsökunarbeiðni til Driussi, en ekki er líklegt að Driussi hafi tekið því illa að Messi hafi ekki þekkt hann.

Hér að neðan er myndin.

Gracias por la foto IDOLO👏🏻 @leomessi

A post shared by Sebastian Driussi 🇦🇷 (@sebadriussi.11) on


Athugasemdir
banner
banner