Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Moreno vildi ekki fara frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Alberto Moreno, vinstri bakvörður Liverpool, segist ekki hafa íhugað alvarlega að fara frá félaginu í sumar eftir að félagið keypti bakvörðinn Andrew Robertson frá Hull.

Spánverjinn var varamaður á eftir James Milner á síðasta tímabili og byrjaði einungis tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur hins vegar unnið sér aftur sæti í liðinu á þessu tímabili þrátt fyrir aukna samkeppni eftir að Robertson kom frá Hull.

„Ég vildi vera áfram og vinna mér aftur sæti í liðinu. Ég taldi mig hafa getu í það. Ég ræddi við (Jurgen) Klopp og hann sagðist ekki geta lofað mér neinu og hann sagði líka að þeir ætluðu að kaupa nýjan bakvörð," sagði Moreno.

„Ég taldi að það væri rangt en ég ræddi við mitt fólk og það sagði mér að leggja hart að mér, byrja frá byrjun og sjá hvað myndi gerast. Svo erum við í þessari stöðu í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner