Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. nóvember 2017 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Svona er standið á Laugardalsvelli í dag
Icelandair
Í Katar þurfa leikmenn vatnspásur, það er svo heitt!
Í Katar þurfa leikmenn vatnspásur, það er svo heitt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sem betur fer slapp Ísland við að fara í umspil um sæti á HM, en eins og frægt er orðið vann liðið sinn riðil í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi.

Í staðinn fyrir Ísland fór Króatía úr riðlinum í umspilið. Króatía er á góðri leið með að komast á HM eftir sigur á Grikklandi í gær.

Ísland hefði mögulega getað verið að spila í umspilinu í dag, en það hefði reynst erfitt þar sem Laugardalsvöllurinn er snævi þakinn í augnablikinu.

KSÍ birtir mynd af Laugardalsvelli í dag og við hana er skrifað: „Það er ágætt að vera laus við umspilsleiki þennan nóvembermánuðinn."

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, tístar líka um standið á vellinum og kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi.

Í staðinn fyrir að spila umspilsleiki er íslenska landsliðið statt í rúmlega 30 stiga hita í Katar.

Þar spilar liðið vináttulandsleiki gegn Tékklandi og heimamönnum. Leikurinn gegn Tékklandi var á miðvikudag og endaði 2-1 fyrir Tékkum í hörkuleik.





Athugasemdir
banner
banner