fös 10. nóvember 2017 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar og Gabriel Jesus á skotskónum í sigri Brasilíu
Mynd: Getty Images
Brasilíumenn þykja eitt sigurstranglegasta liðið fyrir HM í Rússlandi í dag, en þeir fóru létt með Japan í vináttulandsleik í dag.

Neymar kom Brasilíu 1-0 yfir úr vítaspyrnu í leiknum, sem fram fór í Japan. Bakvörðurinn Marceloa og sóknarmaðurinn Gabriel Jesus gerðu síðan tvö mörk til viðbótar fyrir leikhlé.

Staðan hefði getað verið 4-0 í hálfleik, en Neymar klikkaði þegar hann steig aftur á vítapunktinn stuttu eftir fyrra vítið sem hann tók.

Japanir minnkuðu muninn í seinni hálfleiknum, 3-1 og þannig voru lokatölur. Fínn leikur hjá liði Brasilíu, sem lítur vel út.

Í hinum vináttulandsleikjunum sem voru að klárast lagði Suður-Kórea, Kólumbíu 2-1, með mörkum frá Son Heung-Min og þá vann Serbía nokkuð sannfærandi gegn Kína, 2-0.

Japan 1 - 3 Brasilía
0-1 Neymar ('10, víti)
0-2 Marcelo ('17)
0-3 Gabriel Jesus ('36)
1-3 Tomoaki Makino ('63)

Suður-Kórea 2 - 1 Kólumbía
1-0 Son Heung-Min ('11)
2-0 Son Heung-Min ('61)
2-1 Christian Zapata ('76)

Kína 0 - 2 Serbíu
0-1 Adem Ljalic ('20)
0-2 Aleksandar Mitrovic ('69)
Athugasemdir
banner
banner