Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. nóvember 2017 21:03
Helgi Fannar Sigurðsson
Neymar vill að falskar sögusagnir taki enda
Neymar er hér ásamt Edinson Cavani.
Neymar er hér ásamt Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain og Brasilíska landsliðsins, vill að sögusagnir um neikvæð sambönd hans við leikmenn og þjálfara PSG taki enda.

Neymar varð í sumar dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar PSG keypti hann frá Barcelona fyrir um það bil 200 milljónir punda.

Eftir að hafa rifist við liðsfélaga sinn hjá PSG, Edinson Cavani, um það að fá að taka vítaspyrnu í upphafi tímabils hefur mikið verið rætt og ritað um það að samband Neymar við leikmenn og þjálfara liðsins sé slæmt.

Hann tekur þó fyrir allar þessar sögusagnir og biður fólk um að hætta að dreifa þeim.

„Ég vil að þið hættið að búa til sögur um mig sem eru ekki sannar," sagði Neymar.

„Það pirrar mig að fólk sé að tala um að samband mitt við Cavani og stjórann sé slæmt."

„Það gengur mjög vel í París, ég er mjög ánægður og legg mig alltaf allan fram."
Athugasemdir
banner
banner
banner