Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. nóvember 2017 20:05
Helgi Fannar Sigurðsson
Nýtt lið Beckham fær líklega grænt ljós á næstunni
David Beckham.
David Beckham.
Mynd: Getty Images
Fyrir þremur árum síðan tilkynnti David Beckham, fyrrum leikmaður enska landsliðsins auk Manchester United, Real Madrid og fleiri liða, að hann væri að íhuga að stofna nýtt knattspyrnufélag sem myndi leika í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og vera staðsett á Miami.

Í dag er svo talað um að liðið, sem er enn ónefnt, fái samþykki á næstu mánuðum til að leika í MLS-deildinni. Ekki er þó greint frá því hvenær það yrði.

Talsmaður MLS-deildarinnar, Dan Courtemanche, greinir frá þessu.

„Við stefnum að því að kynna nýtt MLS-lið frá Miami á komandi mánuðum," sagði Courtemanche.


Athugasemdir
banner
banner