fös 10. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sacchi ekki ánægður með varnarlínu landsliðsins
Mynd: Getty Images
Arrigo Sacchi, sem stýrði ítalska landsliðinu frá 1991 til 1996, er ekki ánægður að liðið sé að nota þriggja manna varnarlínu.

Ítalir mæta Svíum í umspili fyrir sæti á HM í kvöld og telur Sacchi það vera óráð að tefla fram þremur varnarmönnum í stað fjögurra.

„Ekkert lið notar þriggja manna varnarlínu í ítalska boltanum. Uppstillingin sem Ventura notar er 3-5-2, ekki 5-3-2 ," sagði fyrrverandi þjálfari Atletico Madrid, Milan og Parma við RadioUno.

„Þau lið sem spila með þrjá miðverði á Ítalíu nota líka bakverði og eru í raun með fimm manna varnarlínur, eins og til dæmis Milan og Lazio.

„Ég myndi nota Antonio Candreva, Ciro Immobile og Lorenzo Insigne saman í framlínunni, sérstaklega í ljósi þess að Ciro og Lorenzo gerðu frábæra hluti saman hjá Pescara.

„Insigne ætti að vera fyrsta nafnið á blað, hann er hæfileikaríkasti landsliðsmaðurinn og hefur verið stórkostlegur það sem af er tímabils."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner